Heimsókn flugvirkjanema í ITS

Frá heimsókn flugvirkjanema Keilis í ITS
Frá heimsókn flugvirkjanema Keilis í ITS

Nemendur á fyrsta ári í flugvirkjanámi Keilis og AST fóru í vettvangsferð í flugskýli ITS - Icelandair Technical Services á Keflavíkurflugvelli þann 10. maí síðastliðinn.

Nemendur fengu kynningu á öllum deildum ITS ásamt því að skoða aðstöðuna í flugskýlinu og þá starfssemi sem þar fer fram. Meðal annars skoðuðu nemendur nýja flugvél Icelandair og fengu kynningu á þeirri yfirhalningu sem flugvélar ganga í gegnum áður en þær eru teknar í notkun.

Einnig var sýnt hvernig verkþáttum til flugvirkja er raðað upp, hvernig þeir eru fylltir út og skilað inn að verki loknu. Að lokum var litið við í austari enda flugskýlisins þar sem Icelandair er vanalega með tvær vélar í skoðun, bæði í svo kallaðri B skoðun og eina sem kemur inn í minni háttar línuviðhald. 

Vettvangsferðin heppnaðist afar vel og þótti nemendum áhugavert að sjá og upplifa það starfsumhverfi sem bíður þeirra eftir að flugvirkjanáminu lýkur. Flugakademía Keilis þakkar Icelandair og ITS fyrir móttökuna. Staðsetning flugvirkjanáms Flugakademíunnar við hlið Keflavíkurflugvallar tengir nemendur við atvinnulíf á svæðinu sem styrkir bæði námið og opnar tengingar við framtíðar starfsmöguleika innan greinarinnar.


Tengt efni