Fyrstu flugnemendurnir ljúka námskeiði í áhafnasamstarfi

Kári Kárason, Frederik og Anders við flugherminn
Kári Kárason, Frederik og Anders við flugherminn

Á dögunum útskrifuðust fyrstu nemendurnir af MCC námskeiði í áhafnasamstarfi á vegum Flugakademíu Keilis, en það voru þeir Anders Fruergaard Skovsted og Frederik M. Dahl. Báðir eru þeir nýútskrifaðir úr samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi (ATPL) frá Flugakademíunni með um 200 flugstundir.

Í MCC námskeiðinu er notaður  nýr Boeing 757 flughermir í Hafnarfirði sem rekin er af TRU Flight Training Iceland. Samkvæmt Kára Kárasyni, þjálfunarflugstjóra á B757 er flughermirinn  af nýjustu og bestu gerð og að auk áhafnasamvinnu lærist flugmönnum einnig að meðhöndla stóra og hraðskreiða þotu, en slíkt er jafnan eingöngu þjálfað hjá flugfélögum.

„Þar sem flugmennirnir komu vel undirbúnir og voru kappsamir þá gekk námið hratt og vel fyrir sig. Ef menn leggja hart að sér og setja markið hátt þá stendur ekki á árangri,“ sagði Kári við þessi tímamót.


Tengt efni