Fyrsta útskrift flugvirkjanáms Keilis og AST

Fyrsta útskrift flugvirkjanáms Flugakademíu Keilis og AST fór fram við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 15. janúar síðastliðinn, en þá útskrifuðust 22 flugvirkjar úr náminu.
 
Boðið er upp á námið í samvinnu við AST (Air Service Training) í Skotlandi. John Dobney, forstöðumaður á Perth Campus, flutti ræðu fyrir hönd AST. Í ræðu sinni bar hann fyrir kveðju frá AST og ítrekaði ánægju skólans með samstarfið við Flugakademíu Keilis. Hann lýsti enn fremur yfir ánægju sína með útskriftarhópinn sem endurspeglaði gæði námsins og þá frábæru aðstöðu sem Keilir hafi byggt upp á Ásbrú.
 
Fyrsti flugvirkjaneminn til að útskrifast hjá Keili var Atli Þór Tryggvason og var honum færð bókagjöf með útskriftarskírteininu. Guðmundur Hallur Hallson fékk viðurkenningu fyrir námsárangur í flugvirkjanáminu með 8,84 í meðaleinkunn. Fékk hann bókagjafir frá ITS og Isavia. Örvar Snær Birkisson flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis. 

Tengt efni