Fullbókað í samtvinnað atvinnuflugmannsnám

Líkt og undanfarið ár er mikil ásókn í flugnám hjá Keili og er nú fullbókað í samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) Flugakademíu Keilis sem hefst í lok ágúst.
 
Enn eru örfá laus pláss í næsta atvinnuflugmannsbekk sem hefst 18. janúar 2017, en við hvetjum áhugasama um að hafa samband við okkur sem fyrst þar sem mikill áhugi er fyrir náminu.
 
Flugakademía Keilis býður upp á fjölbreytt flugtengt nám í framsæknum skóla sem undirbýr nemendur fyrir störf í alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og eru kennsluvélar skólans þær nýjustu og tæknivæddustu á landinu. Staðsetning skólans við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík felur í sér einstaka aðstöðu til kennslu flugtengdra greina. Í öllum fögum sem kennd eru við Flugakademíu Keilis er notað öflugt fjarnámskerfi sem nýtist jafnt nemendum í fjarnámi sem og þeim sem eru í staðnámi við skólann.
 

Tekið er við umsóknum í einka- og atvinnuflugmannsnám Flugakademíu Keilis allt árið um kring og hefjast námskeið í atvinnuflugmannsnámi (bæði modular og samtvinnað) þrisvar sinnum á ári. Umsóknarfrestur um atvinnuflugmannsnám er fjórum vikum fyrir upphaf kennslu. 

Nánari upplýsingar um komandi námskeið má nálgast á heimasíðu Flugakademíunnar.


Tengt efni