Fréttatilkynning vegna óhapps TF-KFB

Rétt um klukkan hálf fimm þann 29. júní síðastliðinn, gaf flugvél frá Flugakademíu Keilis (TF-KFB) frá sér neyðarkall til flugturnsins í Keflavík þar sem hún var á leið inn til lendingar. Tilkynnt var um gangtruflanir í hreyfli og nauðlenti vélin við golfvöllinn á Vatnsleysuströnd. 

Um borð voru flugkennari og flugnemi sem sakaði ekki við lendinguna, en voru þó flutt á Landspítalann í Reykjavík til nánari skoðunnar.

Rannsóknarnefnd Samgönguslysa fór á vettvang og sér um rannsókn málsins. Á þessu stigi geta forsvarsmenn skólans ekki tjáð sig nánar um tildrög slysins, en við munum setja inn nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir. Flugakademía Keilis vill koma þökkum til allra sem aðstoðuðu á vettvangi.


Tengt efni