Flugvirkjanemar Keilis í heimsókn til Akureyrar

Hópur flugvirkjanema Keilis í Flugsafni Íslands
Hópur flugvirkjanema Keilis í Flugsafni Íslands

Nemendur í flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis og AST fóru í náms- og skemmtiferð til Akureyrar á dögunum þar sem þeir heimsóttu meðal annars Flugsafn Íslands og Arctic Maintenance.

Gestur Einar Jónasson safnstjóri og Hörður Geirsson tóku á móti hópnum í Flugsafni Íslands, sýndu þeim safnið og sögðu sögur af flugvélum safnsins. Í framhaldi af heimsókninni heimsótti hópurinn Arctic Maintenance sem sér meðal annars um viðhald á flugvélum fyrir NorlandAir, Mýflug og Flugfélagið Ernir, auk fjölda einkaaðila.

Að loknum vel heppnuðum heimsóknum var haldið í verðskuldaða vísindaferð í bjórverksmiðju Kalda og endaði góður dagur á skemmtistaðnum Cafe Amor.

Hægt er að skoða myndir úr ferðinni á Facebooksíðu Keilis.


Tengt efni