Flugvirkjanám Keilis

Flugvirkjanám AST og Keilis hefst næst í ágúst 2016. Um er að ræða fimm anna samþykkt bóklegt og verklegt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“.

Air Service Training ltd. (AST) í samstarfi við Keili hefur sett upp útibú frá skóla sínum í Perth í Skotlandi hjá Flugakademíu Keilis. Í skólanum fer fram réttindanám flugvirkja í glæsilegri aðstöðu skólans á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hluti af verklega náminu (um átta vikur) fer fram hjá AST í Skotlandi, en með því öðlast nemendur alþjóðlega reynslu í einum virtasta flugvirkjaskóla í Evrópu.

Um er að ræða fimm anna samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja. Námið tekur mið af námsskrá sem gefin er út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu skírteina og sér AST um framkvæmd og ber faglega ábyrgð á gæðum námsins. Þeir sem ljúka flugvirkjanámi hjá AST öðlast öll þau réttindi sem EASA 145 viðhaldsfyrirtæki krefjast við ráðningu flugvirkja fyrir nútíma flugvélar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Flugakademíu Keilis.


Tengt efni