Flugbúðir fyrir ungt fólk í ágúst

Flugakademía Keilis stefnir á að endurtaka velheppnaðar flugbúðir sem fóru fram sumarið 2013. 

Ætlunin er að fleyta rjómann af öllu því áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fá innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig verður kynning á öðrum hliðum flugheimsins til dæmis flugvirkjun og flugumferðastjórn.

Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum málum, sem og þeim sem hyggja á flugnám í framtíðinni. Allir þátttakendur fara heim með gjafabréf fyrir kynnisflug með flugkennara. Tilvalin fermingar- eða útskriftargjöf fyrir flugáhugamanninn.

Sumarnámskeiðið fer fram 11. - 14. ágúst 2014 og er ætlað einstaklingum 13 ára og eldri. 

Nánari upplýsingar um flugbúðirnar, verð og skráningu á námskeiðin má nálgast hér. 


Tengt efni