Keilir heiðrar frumkvöðla í íslenskri flugsögu

Flugakademía Keilis mun heiðra tvo frumkvöðla í íslenskri flugsögu á Flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli, fimmtudaginn 29. maí næstkomandi. Á þessum degi mun Flugakademían nefna tvær af kennsluvélum skólans eftir Herði Guðmundssyni, stofnanda flugfélagsins Ernis, og Dagfinni Stefánssyni, einum af stofnendum Loftleiða. Báðir verða þeir viðstaddir athöfnina, sem fer fram kl. 13 á sýningarsvæðinu á Reykjavíkurflugvelli, og eru allir velkomnir. 
 
Þetta er liður í því að heiðra frumkvöðla í íslenskri flugsögu en áður hefur Flugakademía Keilis nefnt kennsluvélar eftir Alfreð Elíassyni stofnanda Loftleiða og Arngrími Jóhanssyni flugstjóra og stofnanda Air Atlanta. 
 
Flugmálafélag Íslands stendur að Flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli og verður skipulögð dagskrá og flugsýning kl. 12 - 16. Notið tækifærið og kynnið ykkur flugnám hjá Flugakademíu Keilis, skoðið fullkomnustu kennsluflugvélar á landinu og heiðrið með okkur Dagfinn Stefánsson og Hörð Guðmundsson, frumkvöðla í íslenskri flugsögu.

Tengt efni