Flugakademía Keilis útskrifar 31 atvinnuflugmann

Samtals luku 31 nemandi atvinnuflugmannsprófi frá Flugakademíu Keilis við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Er þetta stærsti útskriftarhópur úr atvinnuflugmannsnámi skólans frá upphafi.
 
Snorri Páll Snorrason, skólastjóri Flugakademíunnar flutti ávarp. Sebastian Fredsholt frá Danmörku fékk viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,79 í einkunn sem er hæsta meðaleinkunn sem hefur verið veitt í atvinnuflugmannsnámi Keilis frá upphafi. Hann hlaut gjafir frá Icelandair og WOW air. Christoffer Schröder flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis.
 
Mikil fjölgun nemenda hefur verið í flugnám hjá Flugakademíu Keilis á undanförnum árum og er skólinn nú með flesta atvinnuflugmannsnemendur á landinu.

Tengt efni