Flugakademía Keilis óskar eftir forritara

Flugakademía Keilis óskar eftir forritara til þess að taka þátt í þróun á rekstrarkerfi á vefnum fyrir flugskóla og flugklúbba sem byggir á MVC fyrir .NET og er notast við DevExpress viðmótshluta.
 
Kerfið er í fullri notkun hjá Flugakademíu Keilis og hefur hlotið styrk frá Vaxtasamningi Suðurnesja.

Æskileg er að viðkomandi hafi þekkingu af .NET, JavaScript, HTML og CSS. Einnig er kostur að viðkomandi hafi þekkingu á DevExpress MVC viðmótshlutum og Kendo UI frá Telerik, og einhverja þekkingu á vefforritun fyrir snjalltæki.
 
Réttur aðili fær hluti í sprotafyrirtæki sem á kerfið og/eða greiðslur samkvæmt samkomulagi. Umsóknir með upplýsingar um reynslu og menntun sendist á keilir@keilir.net með lýsingunni "Umsókn: Forritari".

Tengt efni