Flugakademía Keilis leitar að þjónustufulltrúa

Flugakademía Keilis er ört vaxandi flugskóli með um 250 nemendur í ýmsu flugtengdu námi m.a. atvinnuflugi og flugvirkjun. Skólinn óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í fjölbreytt og krefjandi starf þjónustufulltrúa Flugakademíunnar.

  • Almennur vinnutími Þjónustufulltrúa í Flugakademíu er kl. 08:00 - 16:00 eða kl. 09:00 - 17:00. 
  • Helstu verkefni eru umsjón og ábyrgð með FLY flugumsjónarkerfi Keilis; umsjón með nemendasamningum, samskipti við nemendur og bókhald; almenn þjónusta við nemendur og starfsmenn; og önnur tilfallandi störf. 
  • Eiginleikar sem leitað er að: Þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptafærni; almennt gott tölvulæsi; ferladrifinn og skipulagður; ábyrgðarfullur; mjög góð enskukunnátta og í einu norðurlandatungumáli er kostur. 
  • Menntun og reynsla: Menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi.
  • Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2014.
  • Nánari upplýsingar og umsóknir sendist á netfangið starf-kaa@keilir.net.

Tengt efni