Flugakademía Keilis hlýtur styrk til þjálfunar flugvirkjanema

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntáætlun ESB
Verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntáætlun ESB

Rannís úthlutaði á dögunum 130 þúsund Evra styrk til Flugakademíu Keilis vegna verk­legr­ar þjálf­un­ar flug­virkja­nema í Skotlandi úr mennta­hluta Erasmus+, mennta- og æsku­lýðsáætl­un­ar ESB. 

Verkefnið gengur út á starfsþjálfun nemenda Keilis í flugvirkjun AST (Air Service Training) í Skotlandi. Um er að ræða fjögurra vikna námsferð í verklega þjálfun þar sem nemendur fá einstakt tækifæri til að sækja alþjóðlega reynslu og efla tengslanet sitt ásamt því að læra verklags- og vinnureglur í einum virtasta flugvirkjaskóla Evrópu.

Flugakademía Keilis býður upp á bóklegt og verklegt réttindanám flugvirkja fyrir þá sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi. Umsóknarfrestur um nám á haustönn 2017 er til 15. maí næstkomandi.


Tengt efni