Flugakademía Keilis bætir við tveimur nýjum kennsluvélum

TF-KFF DA20 kennsluvél Keilis
TF-KFF DA20 kennsluvél Keilis

Vegna aukinna umsvifa Flugakademíu Keilis hefur skólinn bætt við tveimur nýjum Diamond DA20-C1 Eclipse kennsluvélum, en þær eru meðal annars búnar Garmin 500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi flugvélaflota skólans, en hann hefur nú um að ráða fjórar vélar af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu.

Von er á flugvélunum til landsins í ágúst og munu þær nýtast um leið nemendum í einka- og atvinnuflugmannsnámi við skólann. Fullskipað er í atvinnuflugmannsnám í haust en næst verður tekið við nemendum byrjun næsta árs.
 
Vegna mikillar aðsóknar í flugnám hjá Flugakademíu Keilis er áhugasömum bent á að senda inn námsumsókn sem fyrst.
 

Tengt efni