Fjölmenn útskrift atvinnuflugmannsnemenda Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis útskrifaði 29 atvinnuflugmannsnemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú föstudaginn 13. janúar síðastliðinn. Þetta er einn fjölmennasti útskriftarhópur atvinnuflugnema frá upphafi. Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis flutti ávarp og afhenti atvinnuflugmönnum prófskírteini ásamt Snorra Pál Snorrasyni skólastjóra Flugakademíunnar. Marie Laure Jeanne E. Parsy fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í atvinnuflugmannsnámi með 9,54 í meðaleinkunn. Fékk hún gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair.
 
Alls hafa 157 atvinnuflugmenn útskrifast frá Keili frá upphafi skólans. Aukin ásókn hefur verið í flugnám við Keili á undanförnum árum og er nú tekið við umsóknum í atvinnuflugmannsnám við skólann þrisvar sinnum á ári. Þá hefur Flugakademían bætt við flugvélakostinn og hefur nú yfir að ráða tíu fullkomnar kennsluvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum, þær fullkomnustu og nýstárlegustu á landinu.
 
Ásbjörn Halldór Hauksson flutti ræðu útskriftarnema fyrir hönd Flugakademíu Keilis.

Tengt efni