Aðstaða Flugakademíunnar

Bóklegt nám í Flugakademíunni fer fram í aðalbyggingu Keilis á Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Byggingin hýsir flestar kennslustofur, rannsóknaraðstöðu, stoðþjónustu og skrifstofur. Þar er einnig að finna bókasafn, lesrými, hópvinnuherbergi, kaffistofur og veitingasölu, auk þess sem viðburðir og uppákomur eru reglulega á dagskrá. Byggingin er opin nemendum frá morgni til kvölds.

Verkleg kennsluaðastaða á Keflavíkurflugvelli

Flugkennsla fer fram á Austurhluta Keflavíkurflugvallar. Aðgengi að byggingu 827 sem Flugakademía Keilis notar fyrir sína verklegu kennslu, er í gegnum Silfurhliðið svokallaða við Grænásbraut. Þar fara allir nemendur í gegnum öryggisskoðun og þurfa að hafa eftirfarandi í huga:
 
 • Vera með aðgangspassa að flugvellinum - eða skilríki (ökuskírteini, nafnskírteini eða vegabréf)
 • Vera með akstursleyfi á bifreið sinni - eða fá far hjá starfsmanni Flugakademíunnar
 • Vera ekki með farangur í bifreið sinni - slíkt tefur leitina
Flugafgreiðslan er opin alla virka daga kl. 08:00 - 16:00. Flugkennarar sjá um að hleypa þér inn fyrir/eftir þann tíma. Þegar nemendur koma að byggingu 827, þá eru bílastæði fyrir framan húsið ætluð nemendum.
 

Aðbúnaður í verklegri kennsluaðstöðu 

Verklega aðstaðan okkar hefur allt til að bera sem þarf til flugáætlanagerðar og undirbúnings fyrir kennslu, eftirfarandi atriði eru staðalbúnaður í okkar skóla: 

 • Kaffivél
 • Tölva til að ná í veðurupplýsingar og gera flugáætlanir
 • Sími til að hringja í veðurfræðing og flugumferðarstjóra
 • Flugáætlanaborð þegar gerðar eru skriflegar flugáætlanir
 • Kennsluherbergi (3) til fyrir- og eftirflugsumræðu
 • Afgreiðsluborð
 • Flugkennaraherbergi
 • Eldhús
 • Hreinlætisaðstaða
 • Næg bílastæði
 • Næg flugvélastæði
 • 24 klst flugumferðarþjónusta
Öllum flugum skal ljúka með því að fylla út í nákvæma flugskýrslubók fyrir hverja flugvél.
 

Svo er bara að bóka sig í næsta flugtíma!

Bókanir í flugtíma, kynningarflug eða heimsókn til okkar
Sími: 578 4040