Um Flugakademíuna

Flugakademía Keilis býður upp á nám í einkaflugi, atvinnuflugi, flugþjónustu og flugumferðarstjórn, auk náms í flugvirkjun (í samstarfi við AST í Skotlandi).

Lögð er áhersla á nútímalega kennsluhætti og kennsluumhverfi. Flugvélar eru útbúnar nýjasta öryggisbúnaði eins og GPS leiðsögutækjum, rafrænum mælitækjum og afísingarbúnaði til að geta kennt blindflug við íslenskar aðstæður. Raunhæf verkefni eru lögð fyrir nemendur í Flugþjónustunámi eins og björgunaræfingar í þyrlu og barátta við eld og reyk.

Fullkominn hermir til kennslu í flugumferðarstjórn er notaður af nemendum skólans til undirbúnings prófs í aðflugsstjórn (Approach Control Procedural). Í öllum fögum sem kennd eru við Flugakademíu Keilis er notað öflugt fjarnámskerfi sem nýtist jafnt nemendum í fjarnámi og þeim sem eru í staðnámi.

Flugtengt nám er gríðarlega spennandi og flugiðnaðurinn er í stöðugum vexti. Á næstu 20 árum þarf að þjálfa 500.000 flugmenn til að fljúga flugvélum framtíðarinnar miðað við spár flugvélaframleiðandanna Airbus og Boeing. Það eru 68 nýjir flugmenn á hverjum einasta degi í 20 ár. Flugvirkjaþörf er talin vera nálægt 600.000 manns og því er nokkuð ljóst að það er full ástæða til að skoða möguleika þína í flugtengdu námi í framtíðinni.

Við hlökkum til að vinna með þér á sviði flugsins.

Snorri Páll Snorrason
Skólastjóri Flugakademíu Keilis
www.facebook.com/keiliraviationacademy