Flugkennaranám

Flugakademía Keilis býður upp á kennslu í kennslufræðum sem veita flugkennararéttindi og áritanir. Einnig er boðið uppá upprifjunarnámsskeið og endurnýjanir fyrir flugkennara.

Mikil vöntun er á flugkennurum bæði á Íslandi og erlendis en flugkennararéttindi gefa flugmanninum kost á auknum réttindum til vinnu og öðlast kennarinn mikla reynslu í öllum flugtengdum efnum enda er ein besta leiðin til að læra að kenna öðrum.

Kennsluréttindin og reynslan sem þeim fylgir er eitthvað sem flugmaðurinn býr að alla tíð en getur verið góður stökkpallur á atvinnuflugmannsferilinn. Seinna meir og með aukinni reynslu myndast svo tækifæri til flóknari og meira krefjandi kennslu svosem blindflug, listflug eða línuþjálfun.

Fyrirspurnir svarar Kolbeinn Ísak Hilmarsson á kolbeinn@keilir.net eða í síma 578 4000.

Sækja um

 

 • Námsyfirlit

  Flugakademía Keilis býður upp á sex vikna námskeið fyrir verðandi flugkennara (Flugkennaraáritun) sem undirbýr þig fyrir alla þætti flugkennslu. Námskeiðið tekur á undirbúningi flugtíma og framkvæmd kennslustunda.

  Bóklegur hluti námsins er 125 stunda kvöldnámskeið sem er kennt á kvöldin og um helgar. Verklega þjálfunin eru 30 stundir sem má taka samhliða bóklega hlutanum eða eftir hann.

  Námskeiðið veitir réttindi til flugkennslu og skiptist í bóklegt nám og verklegt nám. Náminu skal vera lokið innan 6 mánaða frá upphafi námskeiðsins.

  • Bóklegt flugkennaranám

   Kennslutækni (Teaching and Learning)

   Kjarni kennslufræðinnar eru kennd á um 2 vikum þar sem farið er yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir. Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu ásamt tækni í vendinámi.

   Æfing

   Næsti hluti bóklegrar kennslu felst að mestu leiti um æfingu þar sem nemendur læra að beita fyrrgreindum fræðum og aðferðum. Er þá nemendum ýmist gert að undirbúa sig og æfa heima, með öðrum samnemendum eða raunverulegum nemendum í stuðningshópum. Með þessu gagnvirka námi fá nemendurnir krefjandi verkefni og reynslu með raunverulegum nemendum ásamt leiðsögn frá reyndum kennurum.

  • Verklegur hluti námsins

   Verkleg þjálfun samanstendur af 30 kennslustundum í flugvél og flughermi með reyndum flugkennara ásamt æfingu og reynslu í kennslu í fyrir- og eftirflugskennslu.

   Hérna sameinast kennslufræðin, flugfærnin og aðferðir við að sýna, styrkja og leiðbeina flugnemum við hinar ýmsu aðstæður. Nemendur æfa sig í 25 klst með reyndum kennara og 5 klst með öðrum flugkennaranema.

 • Inntökuskilyrði

  Annað af neðangreindum skilyrðum:
  • CPL(A)
  • PPL(A) með heildarfartíma 200 klst þar af 150 klst sem flugstjóri (PIC) og bóklegt CPL(A)
  Önnur skilyrði:
  • 30 klst á SEP (einshreyfils flugvél með bulluhreyfli) þar af 5 klst á s.l. 6 mánuðum fyrir inntökuprófið.
  • 10 klst fengnir í blindflugskennslu, þar af mega 5 klst vera í flugaðferðarþjálfa (FNPT) eða flughermi.
  • 20 klst í landflugi (cross country) sem flugstjóri (PIC) þar af eitt 300 Nm með tveimur stöðvunarlendingum á mismunandi flugvöllum öðrum en brottfararflugvelli.
  • Standast verklegt inntökupróf hjá Flugakademíu Keilis með tilnefndum flugkennara.
  • 1. flokks heilbrigðisvottorð
 • Umsókn og verð

  Fullt flugkennaranámsskeið kostar € 8.250

  • Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar
  • Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námskeið Flugakademíunna

  Sækja um

 • Upprifjanir, endurnýjanir og viðbótaráritanir

  Flugkennarar halda við eða auka réttindi sín sem flugkennarar bæði með reynslu og námsskeiðum.

  • Upprifjunarnámsskeið Flugkennara (FI Refresher Course)

   Upprifjunarnámsskeið flugkennara er eins til tveggja daga námsskeið og er nauðsynlegur þáttur í að viðahalda réttindum flugkennarans.

   Efni námsskeiðsins er breytilegt hverju sinni og tekur á kennslutækni, breytingum á reglugerðum, öryggi í flugi osfrv.

   Verð

   Upprifjunarnámsskeið flugkennara kostar € 110.

   Stéttarfélög bjóða oft uppá að standa straum af slíkum námsskeiðum og eru umsækjendur hvattir til að leita sér upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi.

   Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

   Umsókn og næstu námsskeið

   Vinsamlegast hafið samband við Flugakademíu Keilis á flugakademia@keilir.net fyrir nánari upplýsingar og skráningu á námskeiðið. Upprifjunarnámsskeið er haldið samhliða flugkennaranámsskeiðum og miðast dassetning við upphaf þess. Nákvæmar dagssetningar upprifjunarnámsskeiðsins er svo tilkynnt með nokkurra vikna fyrirvara.

   • 4. júlí 2016
   • 30. september 2016
   • 7. apríl 2017

   Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námsskeið Flugakademíunnar.

   Sækja um

  • Blindflugkennaraáritun (IRI - Instrument Rating Instructor)

   Blindflugskennaraáritun felur í sér styttra bóklegt og verklegt nám en lengd námsins fer eftir fyrri reynslu og réttindum umsækjanda.

   Innifalið í náminu er nauðsynleg kennsla í flughermi og efni.

   Verð

   Umfang náms er breytileg eftir réttindum og reynslu kennarans:

   Réttindi og reynsla    Verð
   Fullt námsskeið   € 2.015
   Handhafi flugkennararéttinda   € 1.082

    

   Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

   Næstu námsskeið

   Handhafar flugkennararéttinda geta hafið nám hvenær sem er en annars eru bókleg námsskeið kennsluréttinda (Teaching and Learning) kennd samhliða bóklegum flugkennararéttindum.

   • 30. september 2016
   • 7. apríl 2017

   Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námsskeið Flugakademíunnar.

   Sækja um

  • Flokksáritunarkennararéttindi (CRI - Class Rating Instructor)

   Flokksráritunarkennararéttindi fela í sér styttra bóklegt og verklegt nám en lengd námsins fer eftir fyrri reynslu en bóklegt nám inniheldur 10 kennslustundir og kennsluefni.

   Verð

   Verð námsskeiðs fer eftir fyrrum réttinda og reynslu umsækjanda

   Réttindi og reynsla:    Verð:
   Fullt námsskeið   € 3.095
   Handhafi flugkennararéttinda   € 2.695

    

   Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

   Næstu námsskeið

   Handhafar flugkennararéttinda geta hafið nám hvenær sem er en annars eru bókleg námsskeið kennd samhliða bóklegum flugkennararéttindum.

   • 30. september 2016
   • 7. apríl 2017

   Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námsskeið Flugakademíunnar.

   Sækja um