Enskumat

Flugakademía Keilis býður uppá enskumat í samræmi við reglugerðir ICAO Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, en yfirleitt er gerð krafa til flugmanna, flugvirkja, flugumferðastjóra eða annara sem vinna í ensku flugumhverfi.

Hvar fer matið fram?

Enskumatið fer fram að höfuðstöðvum Keilis, Grænásbraut 910, 235 Reykjansbæ, nema annað sé tekið fram eftir bókun eða í samráði við matsmann.

Hvað kostar matið?

Enskumat kostar 19.500 kr. Tekið er við korti ef matið fer fram að Grænásbraut.

Hvað þarf ég að koma með?

Skilríki, svosem ökuskírteini eða vegabréf.

Hvað þarf ég að kunna eða hvernig fer matið fram?

Metið er að 6 stigum og þarf að lágmarki að standast stig 4 "Operational"

Safnreitaskil
Safnreitaskil
aðrar upplýsingar eða fyrirspurnir

Haft verður samband innan örfárra daga til að bóka tíma með matsmanni