Einkaflugmannsnám (PPL - Private Pilot License)

Vegna mikillar aðsóknar í samtvinnað atvinnuflugmannsnám er lokað er fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám Flugakademíu Keilis um óákveðin tíma. 

Sem einkaflugmaður öðlast þú réttindi til að fljúga í einkaflugi með farþega (endurgjaldslaust) hvert á land sem er, og einnig öðlast sá hinn sami réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél í Evrópu (EASA). Handhafi einkaflugmannsskírteins hefur kost á áframhaldandi námi í áfangaskiptu eða samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi sem einnig er kennt í Flugakademíu Keilis. Athugið að ekki er krafa um einkaflugmannsnám í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi og mælum því með því að verðandi atvinnuflugmenn kynni sér þá námsleið vel.

Leiðin að einkaflugmannsskírteininu (PPL, Private Pilot Licence) er eftirfarandi:

 • Hægt er að hefja einkaflugnám hvenær sem er og hægt er að bóka kynnisflug sem telur til náms. 
 • Bóklegt nám hefst að jafnaði þrisvar á ári og er kennt um kvöld og helgar.

Kynning, spjall og spurningar

 

 • Námsyfirlit

  Bóklegt nám hefst almennt þrisvar á ári. Námið tekur að jafnaði minna en 6 mánuði en er háð aðstæðum nemandans og árstíðum.

  • Verklegt einkaflugmannsnám

   Markmið námsins er að þjálfa flugnema til að fljúga örugglega og nákvæmlega samkvæmt sjónflugsreglum.

    Lengd - 45 klst flugkennsla að lágmarki.

   Námsgreinar

   • undirbúningur flugs, þar með talin ákvörðun massa og jafnvægis og skoðun og þjónusta flugvélar;
   • flugvellir og umferðahringir, varúðarreglur og ráðstafanir til að forðast árekstur;
   • stjórn flugvélar eftir kennileitum;
   • flug á hættulega lágum flughraða, hvernig þekkja má og komast úr yfirvofandi eða fullu ofrisi;
   • flug við hættulega háan flughraða, hvernig þekkja má og komast úr gormdýfu;
   • flugtök og lendingar við eðlileg skilyrði og í hliðarvindi;
   • flugtök við hámarksafkastagetu (stuttar flugbrautir og lítil hindranabil); stuttbrautarlendingar;
   • flug eftir mælitækjum eingöngu, þar á meðal lokið við 180 gráðu lárétta beygju 
   • landflug eftir kennileitum, leiðarreikningi og leiðsöguvirkjum;
   • flug í neyðarástandi, meðal annars líkt eftir bilunum í búnaði flugvélar; og
   • flug til og frá flugvöllum með flugumferðarstjórn og í gegnum flugstjórnarsvið þeirra, fylgt reglum að því er varðar flugumferðaþjónustu, verklag í samskiptum og orðfæri.

   Námsgögn
   Kennsluefni fyrir flugnemaskírteini, handbækur flugvéla. Kennsluáætlun fyrir einkaflugpróf og flugæfingar samkvæmt þjálfunarbók.

   Sólóprófið - Flugnemaréttindi
   Flugnemar taka mikilvægt skref í átt að einkaflugmannsréttindum sínum þegar þeir fljúga fyrsta skipti einir síns liðs. Sá áfangi er kallaður sólóprófið(einliðaflug) og er einna eftirminnilegasti hluti flugnámsins.  Eftir að hafa náð að taka á loft og lenda einsamall, hefur flugneminn sannað hæfni sína. Þá heldur kennslan áfram og nemandinn flýgur bæði með kennara og í einliðaflugi samkvæmt námskrá.

   Einliðaflug taka menn oftast eftir að 10-15 klst flugkennslu.

   Kennslumat/kröfur
   Nemendur eru metnir af flugkennara fyrir fyrsta einliðaflug.  Stöðugt endurmat á sér stað á meðan náminu stendur en þegar líður að lokum eru nemendur metnir og farið yfir öll helstu atriði færniprófs fyrir útgáfu einkaflugmannsskírteinis.

   Réttindi
   Nemendur öðlast rétt til að þreyta verklegt próf hjá Flugmálastjórn Íslands.

   Upprifjun/endurnýjun
   Vilji flugmenn rifja upp þekkingu sína og færni í flugi og undirbúa sig fyrir stöðupróf hjá Flugmálastjórn, þá eru hægt að bóka tíma með flugkennara sem útbýr áætlun í kjölfarið.

  • Bóklegt Einkaflugmannsnám

   Bóklegt einkaflugmannsnám eru 9 áfangar í heildina og er að jafnaði tekið fyrir einn áfangi á viku. Námið tekur um 3 mánuði og er skipt uppí 8 innilotur sem hver um sig eru 2-4 daga í viku. Kennt um um kvöld og helgar og eru tímarnir jafnan frá 17-22. Námið er í höfuðstöðvum Keilis að Ásbrú en þar er að finna fyrsta flokks kennsluaðstöðu. Keilir er leiðandi í vendinámi á Íslandi og er því öll nauðsynleg kennsla og námsefni aðgengileg í gegnum fullkomið kennslukerfi Keilis í samstarfi við Oxford Aviation Academy. Eftir að nemandinn kynnir sér efnið er náminu fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans.

   Hver vika hefst á sjálfsnámi eftir fyrirfram ákveðinni námsskrá og telur þar til lestur, kennslumyndbönd, verkefni og spurningar sem nemendur spreyta sig á heima. Í lok hverrar viku eru svo að jafnaði um 2-4 kvöld í staðnámi en eftir að nemandinn hefur kynnt sér efnið heima er náminu strax fylgt eftir með reyndum kennurum í kennslustofu þar sem tekist er á við verkefni og spurningar uppúr námsefninu ásamt hefðbundinni kennslu í bland til að hámarka lærdóm nemandans. Áhersla er lögð á virkan lærdóm í tímum þar sem nemendur taka þátt, en við höfum loksins komist að því að eina leiðin til að læra er með því að nemendur taki virkan þátt í náminu og láti ekki kennarann einan um alla vinnuna jafnvel þótt hann fái borgað fyrir það.

   Hverjum áfanga er svo lokið með skólaprófi og þegar nemandi hefur staðist öll skólapróf fær hann seturétt í einkaflugmannsprófum hjá Samgöngustofu í framhaldinu.

   Það er kjörið að fljúga samhliða bóklega náminu og gefst nægur tími til upplestrar og heimalærdóms milli innilota. Námið er samt sem áður krefjandi og ekki ráðlagt að nemendur séu í fullri vinnu eða skóla samhliða námi.

 • Inntökuskilyrði

  • Góð enskukunnátta en öll gögn og bóklegt nám er á ensku
  • Hreint sakarvottorð
   • Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun og sakarvottorði.
   • Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
  • Lágmarksaldur til að ljúka PPL námi er 17 ára og þarf viðkomandi því að hafa náð að lágmarki 16 ára aldri við upphaf náms
  • Krafa er um annars flokks heilbrigðisvottorð fyrir fyrsta einliðaflug en við mælum með að nemandi sæki um vottorð við upphaf náms eða strax eftir kynnisflug.
 • Umsókn, verð og næstu námskeið

  Verð

  Fullt einkaflugmannsnám kostar € 12.540. en athugið að öll þjálfun er innifalin í kostnaði ásamt leigu á flugvél til lokaprófs. Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

  Næstu námskeið

  Lokað er fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám hjá Flugakademíu Keilis um óákveðin tíma. Frekari upplýsingar má nálgast í síma 578 4040 eða með því að senda tölvupóst á netfangið flugakademia@keilir.net.