Verklegt Atvinnuflugmannsnám (CPL/ME/IR)

Námið samanstendur af þremur megin áföngum og tekur að jafnaði um 4-8 mánuði.

Umsækjandi getur einnig valið um að taka staka áfanga og geta þá kröfur og umfang náms breyst lítillega.

Blindflugsáritun (IR)

Blindflugsáritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga í blindflugsskilyrðum. Áritunin fylgir annaðhvort eins-hreyfils, eða bæði eins- og tveggja hreyfla tegundarárituninni (SEIR - Single-engine instrument rating, eða MEIR - Multi-engine instrument rating)

Námið hefst á um 40 tímum á eins-hreyfils DA40, og lýkur á 15 tímum á tveggja-hreyfla DA42 flugvél ásamt færniprófi með prófdómara.

Við upphaf áfanga skal umsækjandi:

 • vera handhafi einka- eða atvinnuflugmannsskírteinis (PPL eða CPL)
 • hafa flogið að lágmarki 50 cross-country tímum*

Við lok áfanga skal umsækjandi

 • hafa lokið að fullnustu ATPL bóklegum prófum hjá samgöngustofu
 • ljúka færniprófi með prófdómara

Fjölhreyfla Áritun (MEP Class Rating)

Fjölhreyfla áritunin veitir einka- eða atvinnuflugmanninum réttindi til að fljúga fjölhreyfla flugvél. Námið samanstendur af 6 klukkustundum í flugvél ásamt viðeigandi kennsla og kennsluefni, en í beinu framhaldi eru svo verklegir atvinnu- og blindflugsáfangar á tveggja hreyfla vél sem styrkja þekkingu og færni á vélinni frekar.

Við upphaf áfanga skal nemandi:

 • vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL - Private Pilot License)
 • hafa flogið 70 flugtímum sem flugstjóri (PIC - Pilot-in-command)
 • hafa flogið 100 klukkustundum sem flugmaður

Verklegt Atvinnuflugmannsnám (CPL Commercial Pilot License)

Verklegt atvinnuflugmannsnám veitir flugmanni réttindi til atvinnu sem flugmaður eftir þeim áritunum sem flugmaðurinn er handhafi að. Hjá Keili lýkur verklega náminu á fjölhreyfla DA42 og hefur viðkomandi því réttindi á slíkar tegundir af flugvélum í sjónflugi að námi loknu.

Áfanginn eru 25 kennslustundir í flugvél en 10 þeirra eru sameiginlegir með blindflugsáritun. 20 tímar eru því flognir á eins-hreyfils DA20 eða DA40 og líkur náminu á 5 tímum í fjölhreyfla DA42 og færniprófi með prófdómara.

Við upphaf áfanga skal nemandi:

 • vera handhafi einkaflugmannsskírteinis
 • vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis
 • hafa flogið 150 klukkustundir sem flugmaður 
 • hafa lokið þjálfun fyrir tveggja hreyfla bulluhreyfilsflugvél (multi-engine piston class rating)

við lok áfanga skal nemandi:

 • hafa lokið að fullnustu ATPL bóklegum prófum hjá samgöngustofu
 • hafa flogið 200 klukkustundir sem flugmaður

Sækja um