Umsókn í Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám

Okkur þykir ánægjulegt að þú hafir valið Keili Flugakademíu til að veita þér alla þá sérþekkingu og þjónustu sem við erum þekkt fyrir.

Á þessari síðu munum við fara í gegnum umsóknarferlið saman en ef þú ert ekki enn ákveðinn geturðu skoðað námsleiðina betur hér eða smellt hér til að sækja um viðtal eða spyrja spurninga.

Þegar þú hefur svo klárað umsóknina á INNU, færðu frekari upplýsingar um skimun og viðtal.

Yfirlit yfir umsóknarferli

  • 1. Skref - Upplýsingar og beiðni um inntökupróf
    Með fyrsta skrefi fær umsækjandi sýn á inntökuskilyrði og umsóknarferlið og lætur skólann vita af sér. Umsóknin er ekki formleg á þessu stigi. Umsækjanda er gefin kostur á að safna saman öllum þeim fylgiskjölum sem þarf og er ráðlagt að bóka tíma hjá fluglæknum.
  • Skref 2 - Umsókn í "INNA" umsóknarkerfi
    Formleg umsókn fyllt út í INNA og öll fylgiskjöl sett í viðhengi. Athugið að ferilsskrá og persónulegt bréf þarf að vera á ensku. þegar umsókn er komin á INNU, þá er sjálfvirkt svar með upplýsingum um skráningu og greiðslu á skimun og viðtali. (var áður inntökupróf)
  • Skref 3 - Samningur
    Keilir útbýr samning fyrir umsækjanda og sendir umsækjanda til undirskriftar. Ekki er hægt að samþykkja umsækjanda í nám fyrr en báðir aðilar hafa undirritað samning. Því er sætið ekki tryggt fyrr en þessu skrefi er lokið.

1. Skref - Upplýsingar og beiðni um inntökupróf

Athugið að umsókn er ekki full-unnin og yfirfarin fyrr en að skrefi 2 loknu. Við munum þó svara fyrirspurnum og getum ef til vill ráðlagt þér ef eitthvað vantar uppá að svo stöddu.

a) Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar
Ásamt póstfangi og landi ef annað en Ísland
Safnreitaskil
Safnreitaskil

b) Námsleið og upphaf Samtvinnaðs Atvinnuflugnáms*Umsókn þarf að berast að lágmarki fjórum vikum fyrir upphaf náms


* Einkaflugmannsskírteinið þarf að vera í gildi en áritanir (svosem SEP einshreyfils-áritun) mega vera útrunnar. (PPL(A) or PPL(H) issued in accordance with annex 1 to the Chicago convention)

Athugið að það er ekki krafa um að vera með einkaflugmannsskírteini til að hefja nám en handhafar skírteinis geta fengið flugtíma sína metna og er námið þá styttra og ódýrara.

c) Staðfestu að þú mætir inntökuskilyrðum

Hér skaltu haka við þau skilyrði og kröfur sem þú sannanlega mætir nú þegar. Það er í lagi þótt eitthvað vanti uppá núna en gerðu þá grein fyrir því hversvegna/hvenær/hvernig kröfum verður mætt áður en nám hefst og við tökum það til greina.
* Hreint sakarvottorð er nauðsynlegt til að eiga möguleika á aðgang inná alþjóðlega flugvelli. Sakarvottorðið er því krafa í umsóknarferli fyrir aðgangspassa inná Keflavíkurflugvöll.

** Þú þarft ekki að hafa lokið heilbrigðisskoðun þegar þú sendir inn umsókn en vottorði þarf þó að skila inn áður en nám hefst. Hér má finna fluglæknalista Samgöngustofu.

Þegar þú hefur lokið við umsóknina á INNU, munum við senda þér upplýsingar um skráningu og greiðslu í Skimun, eftir að greiðsla hefur borist þá verður þér úthlutaður viðtalstími.

Atvinnuvegir (Career Paths)

Hvenær sem er fyrir eða á meðan námsleið stendur, hefur nemandi kost á að skrá sig á atvinnuvegi á vegum samstarfsaðila Keilis.Merkið við alla þá möguleika sem þú hefur áhuga á

Næstu skref

Þegar þú lýkur við INNU umsóknina færð þú sjálfkrafa nánari upplýsingar um næsta skref, sem er að skrá þig og greiða fyrir skimun og viðtal.  

Safnreitaskil

Persónuupplýsingar verða nýttar í samræmi við persónuverndarlög við vinnslu eyðublaðsins.