Umsókn í áfangaskipt atvinnuflugmannsnám

Á þessari síðu munum við fara í gegnum umsóknarferlið saman en ef þú ert ekki enn ákveðinn geturðu skoðað námsleiðina betur hér eða smellt hér til að sækja um viðtal eða spyrja spurninga.

 

Persónuupplýsingar

Safnreitaskil
Safnreitaskil
Safnreitaskil

Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám

Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám er aðlagað að þínum þörfum og getur þú því ákveðið hvaða áfanga þú vilt taka. Athugið þó að umsækjandi þarf að mæta inntökuskilyrðum fyrir hvern áfanga fyrir sig á námsleiðinni.


* Lengd náms eru tvær annir en kennt er sumar, vor og haust. Takmarkaður fjöldi sæta.

  Reynslu- og tímasöfnun

Ef þér vantar fartíma til að mæta lágmarkskröfum má áætla fjölda flugtíma og kostnað inní náms- og greiðsluáætlun.

Nemandi þarf um það bil 120 heildarflugtíma áður en verkleg þjálfun hefst.

Ekki er nauðsynlegt að þeir flugtímar séu teknir hjá Flugakademíu Keilis.

Setjið inn fartíma í flugvél hér.

Verklegir Áfangar


Upphaf verklegrar þjálfunar er áætlað í samráði við umsækjanda um leið og umsækjandi mætir nauðsynlegum kröfum og hefur lokið bóklegum áföngum.

Inntökuskilyrði

Ágætt er að haka hér við þau skilyrði og kröfur sem þú sannanlega mætir nú þegar. Við getum þá rætt málin um þau atriði sem eftir eru eða vafi er á um hvernig best er að tækla þau.

Við munum biðja um staðfestingar á öllum inntökuskilyrðum áður en nám hefst en það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér og spyrja um viðeigandi kröfur og skilyrði eftir þörfum.

GrunnskilyrðiFylgiskjöl við umsókn
* Það er ekki gerð krafa um fyrsta flokks heilbrigðisskírteini til að ljúka umsókn en þú þarft að ljúka skoðun áður en nám hefst. Hér má finna lista yfir samþykkta fluglækna á Íslandi.

Rafræn umsókn í Innu

Nauðsynlegt er að skrá umsókn í Innu, rafrænt upplýsingakerfi menntamálaráðuneytisins en nemandi er ekki samþykktur í nám nema umsókn sé lokið með öllum nauðsynlegum gögnum.

Umsóknarsíða Innu er að finna hér

Á umsóknarsíðunni skal velja "Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám | upphaf náms" og umsókn fyllt út á næstu síðum eins ítarlega og hægt er.

Öll viðeigandi fylgiskjöl þurfa að berast með umsókninni þegar hún er send inn, annars er hætta á að umsókninni verði hafnað og þarf þá að setja inn nýja umsókn. Ef einhver skjöl eru ekki tiltæk af einhverri ástæðu skal gera sérstaklega grein fyrir af hverju og hvenær þau skjöl muni berast.

Samningur

Flugakademía Keilis mun hafa samband við þig í gegnum tölvupóst eða símleiðis til að staðfesta áhugann og fara yfir ítarlegri upplýsingar sem þarf við gerð samningsins.

Þér býðst svo að fá samninginn sendann rafrænt til undirritunar eða koma til okkar á Grænásbraut 910 í undirskrift.

Umsækjanda er bent á að kynna sér samninginn ítarlega og spyrja eftir þörfum áður en skrifað er undir en atvinnuflugnám er stór fjárfesting og í því felast líka miklar skuldbindingar.

Staðfestingargreiðsla

Samningur inniheldur bæði náms- og greiðsluáætlun en fyrstu greiðslu samnings skal inna af hendi tvem vikum eftir að samningur hefur verið undirritaður.

Með þessu skrefi er umsókn að fullu staðfest og sæti frátekið. Ef ekki er gengið frá greiðslu fyrir/á eindaga getur Keilir ráðstafað sætinu á annan umsækjanda.

Hvað gerist næst?

Takk fyrir að gefa þér tíma til þess að fylla út umsóknina af gaumgæfni.

Við munum fljótlega hafa samband símleiðis eða gegnum tölvupóst og staðfesta áhuga ásamt því að svara öllum útistandandi spurningum en til þess að tryggja þér sæti þarftu að skrifa undir þjálfunarsamning hjá okkur.

Við kappkostum við að svara öllum umsóknum innan tveggja vikna en ef þú heyrir ekkert í okkur af einhverri ástæðu bjóðum við þér að hringja eða senda okkur póst til að athuga stöðuna.

Safnreitaskil

Persónuupplýsingar verða nýttar í samræmi við persónuverndarlög við vinnslu eyðublaðsins.