Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám

Flugakademía Keilis býður nú fyrstur skóla á Íslandi upp á svokallað Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám (IPPP - Integrated Professional Pilot Program). Nemendur á þessari námsleið geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi eða sem handhafar einkaflugmannsskírteinis.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er krefjandi og skemmtilegt og tekur um 18 mánuði í fullu námi sem er skipulagt frá upphafi til enda. Námsleiðinni fylgir góð heildaryfirsýn og utanumhald um framvindu námsins sem skilar sér í markvissara námi. Þar með er samtvinnaða atvinnuflugmannsnámið mjög skilvirk og hagkvæm námsleið sem kemur umsækjandanum fyrr og betur út á atvinnumarkaðinn.

Kynning, spjall og spurningar

Sækja um

 • Námsyfirlit

  Samtvinnað atvinnuflugmannsnám tekur um 18 mánuði eins og sést á yfirlitsmyndinni hér að neðan.

  IPPP Overview

  Einstaka þættir þjálfunarinnar eru útskýrðir nánar hér að neðan.

  • Áhafnasamstarf á þotu (MCC and JOC - Multi-Crew Coordination and Jet Orientation Course)

   Áhafnasamstarf á þotu (MCC/JOC Multi-Crew Cooperation and Jet Orientation Course) samanstendur af yfir 30 kennslustundum ásamt 20 kennslustundum í fullkomnum flughermi. Til viðbótar er mikil áhersla lögð á sjálfsnám í gegnum kennslukerfi keilis með myndböndum, verkefnum og viðbótarefni.

   Hægt er að lesa nánar um áhafnasamstarf á þotu hér

  • Fjölhreyfla þjálfun (Multi-engine training)

   30 klukkustundir í þjálfun á flughermi og á tveggja hreyfla flugvél í sjónflugs- og blindflugsskilyrðum. Við lok námshlutans skal flugmaður þreyta færnipróf á tveggja hreyfla DA42 vél með prófdómara frá Samgöngustofu.

   Leiga á flugvél fyrir prófið er innifalin í verði námsins en prófa- og skírteinagjöld greiðast sérstaklega.

  • Blindflugsverkflug (IOPS - Instrument Operations)

   Flugmaður áætlar og flýgur "verkflug" undir blindflugsreglum sem flugstjóri undir eftirliti (SPIC eða Student Pilot-in-Command) og beytir þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í bóklegu og verklegu námi er snýr að blindflugi og blindflugsreglum. Áhersla er lögð á ákvarðanatökur, aga og aðra nauðsynlega þætti flugstjóra.

  • Blindflugsþjálfun (Instrument Training)

   Blindflugsþjálfunin er kennd bæði í hermi og á flugvél og eru að jafnaði um 45 kenndir tímar.

  • Verkflugsþjálfun (COPS - Commercial Operations)

   Flugmaður áætlar og flýgur "verkflug" undir sjónflugsreglum (VFR) sem flugstjóri undir eftirliti (SPIC eða Student Pilot-in-Command) og beytir þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í bóklegu og verklegu námi er snýr að almennum og sjónflugsreglum.

   Áhersla er lögð á ákvarðanatökur, aga og aðra nauðsynlega þætti flugstjóra.

  • Verkleg grunnþjálfun (Basic Training)

   Verkleg grunnþjálfun er um 45 flugtíma að ræða en um helmingur flugtímana er einliðaflug (solo flight training). Þessi þjálfun tekur um 2-4 mánuði eftir veðurfari og aðgengi að vélum hverju sinni en kapp er lagt við að nemendur fljúgi nokkuð þétt og þannig að grunnþjálfun sé lokið áður en bóklegt ATPL nám hefst.

   Áfanginn er um 45 flugtímar en nemandinn mun fljótlega fljúga sitt fyrsta einliðaflug og verða tímarnir sífellt meira krefjandi með lengri land-flugum (cross-country flight) og æfingum þar til nemandinn er metinn hæfur í næsta áfanga, Commercial Operations.

  • Bókleg grunnþjálfun (Basic Theory)

   Bókleg grunnþjálfun samanstendur af 9 fögum en áætlað er um eitt fag á viku. 

   Hver vika eða hvert fag hefst á skipulögðu sjálfsnámi eftir ítarlegri námsáætlun og því fylgt eftir með 2-4 dögum í kennslustofu. Fögunum er lokið með skólaprófum áður en haldið er lengra í bóklegu námi í bóklegu ATPL námi.

   Sjálfsnámið og námsáætlun fyrir hverja vinnuviku er aðgengileg á kennslukerfi Keilis en hún inniheldur lesefni, kennslumyndbönd, verkefni og spurningar. Sjálfsnámi hvers fags er svo fylgt eftir í kennslustofu með reyndum kennara í kennslustofu þar sem nemendur vinna saman með viðfangsefnið í lærdómsríkum æfingum svosem með því að hjálpast að með og ræða verkefni í smærri hópum. Kennarinn getur þá gengið á milli hópa og aðstoðað þar sem nemendur renna í þrot eða tekið námsefni fyrir í hefðbundinni kennslu. Með þessu móti er námið mjög einstaklingsmiðað og leggjum við mikla áherslu á virkan lærdóm í kennslustofu þannig að nemendur taki mestan þátt sjálf enda höfum við uppgötvað að eina leiðin til þess að læra er með því að nemandinn eigi hlut að náminu sjálfur.

   Kennslan á sér stað í aðstöðu Keilir við Ásbrú og er jafnan milli klukkan 17-22 en með þessu móti er hægt að fljúga samhliða skólabekknum þegar veður leyfir.

  • Bóklegt atvinnuflugnám (ATPL Theory)

   Bóklegt atvinnuflugnám heldur nú áfram á tvem önnum í staðnámi

   Bóklegt Atvinnuflugmannsnám (ATPL Theory)

   14 flugtengdum bóklegum fögum er lokið á tvemur önnum í staðnámi.

   Nemandanum er birt ítarleg sjálfsnámsáætlun með hágæða kennslumyndböndum, lesefni, verkefni og sjálfsmatspróf sem nemandi þarf að ljúka fyrir hverjn tíma. Í kennslustofunni er svo ætlað að byggja upp frekari skilning á námsefninu þar sem nemandinn vinnur með efnið í verkefnum, beitir nýlærðri þekkingu til að leysa ýmis vandamál með umræðum og samvinnu en helsta markmið kennarans að hver nemandi taki virkan þátt í að læra. Með smærri hópavinnuverkefnum er hægt að fá gríðarlega persónulega nálgun á námsefnið en meðan hóparnir vinna sjálfsstætt að verkefnum getur kennari gengið á milli og liðsinnt persónulega þeim sem þurfa. Einnig tekur kennarinn oft fyrir styttri hefðbundna fyrirlestra á flóknari viðfangsefnum og gefur þeim aðra sýn en kennslumyndbönd og bækur gera og setur efnið í samhengi með nemendunum.

   Hverju fagi er svo skipt upp í regluleg stöðupróf sem tryggir að allir fylgist að í námi eða til að greina veikleika í kennslunni. Að endingu þreytir nemandinn skólapróf í hverju fagi fyrir sig en að því stöðnu fær nemandinn seturétt á bóklegum prófum samgöngustofu. Nemandinn þarf að hafa staðist öll próf áður en verklegu námi er lokið.

   Upptaka og eftirfylgni

   Komi það fyrir að nemandi heltist úr lestinni í námi í einstaka fögum fær nemandinn hjálp til að komast aftur á rétt ról svosem með fleirri tímum með kennara, leiðsögn og áætlun sem hentar hverju sinni. Hægt er að stunda upprifjun samhliða verklegrar þjálfunar sem tekur við af bóklega atvinnuflugmannsnáminu og möguleiki er að lengja í námstímanum ef þurfa þykir.

 • Inntökuskilyrði

  Við upphaf samtvinnaðs atvinnuflugmannsnáms skal umsækjandi:

  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate)
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakarvottorð
   Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun.
   Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
  • Stúdentspróf eða staðist inntökupróf Keilis í stærðfræði og ensku
   • Inntökupróf í stærðfræði: Almenn algebra (fullstytting brota, þáttun, lausn jafna o.s.frv.) · Rúmfræði · Hornaföll · Talnalínan (Náttúrulegar tölur, Ræðar tölur, Rauntölur) · Einföld diffrun og heildun · Rætur og veldi · Logaritmar · Jöfnuhneppi · Mengjafræði · Hlutfallsreikningur (prósentur) · Einfaldur líkindareikningur
   • Inntökupróf í ensku: Góður skilningur á ritmáli og leikni í að koma frá sér stuttum ritgerðum á ensku. Málfræði eða góð stafsetning er ekki skilyrði.
 • Umsókn, verð og næstu námsskeið

  Verð

  Samtvinnað atvinnuflugmannsnám (IPPP - Integrated Professional Pilot Program kostar € 62.990.

  Hér má sjá nánari upplýsingar og uppfærða verðskrá Flugakademíunnar.

  Næstu námsskeið

  • 26. maí 2017
  • 25. ágúst 2017
  • 19. janúar 2018
  • 4. maí 2018
  • 17. ágúst 2018

  Hér má sjá uppfærðan lista yfir næstu námsskeið Flugakademíunnar.

  Sækja um

  Umsókn þarf að berast að lágmarki 4 vikum áður en nám hefst.

 • Fjármögnun

  Almennt

  Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er mjög góð fjárfesting í námi þar sem námstíminn er stuttur og atvinnuhorfur eftir nám mjög góðar. Er því lágmarkað tekjutap og uppihald yfir námstíma sem annars tíðkast í lengra námi.

  Upplýsingar hér að neðan eru einungis til glöggvunar og ber nemandi alfarið á eigin fjármögnun. Flugakademía Keilis veitir nemendum og lánastofnunum aðgang að upplýsingum um námsframvindu eins og við á.

  Athugið að námslán eru yfirleitt háð árangri námsmanns og því mikilvægt að gera sér grein fyrir afleiðingum ef til koma seinkanir í námi eða ef árangur er ekki eftir kröfum lánastofnunar. Þarf þá að gera ráðstafanir sem fyrst.

  Nánari upplýsingar um námslán, metnar einingar til lánshæfis og aðrar mikilvægar upplýsingar fyrir lántakendur er hægt að nálgast hjá skólanum.

  Lánastofnun Íslenskra Námsmanna

  Samtvinnað atvinnuflugmannsnám er lánshæft hjá LÍN fyrir 3 önnum (af 5) og er hægt að sækja um bæði framfærslulán og skólagjaldalán sem dugar fyrir hluta námsgjalda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LÍN.

  Framtíðin

  Framtíðin er námslánasjóður sem býður umsækjendum möguleik á sveigjanlegri viðbótarfjármögnun fyrir nemendur í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Framtíðarinnar.