Áfangaskipt atvinnuflugnám

Flugakademía Keilis býður uppá nám og kennslu í öllum nauðsynlegum áföngum atvinnuflugnáms og getur nemandi tekið fullt áfangaskipt atvinnuflugnám (allir áfangar) eða valið staka áfanga eftir þörfum og fyrri reynslu.

Fullt nám (frá bóklegu atvinnuflugnámi) tekur um 18-24 mánuði til að ljúka öllum áföngum ásamt tímasöfnun og öðlast öll tilskilinn réttindi til að sækja um hjá flugfélögum og flugrekendum sem atvinnuflugmaður.

Kynning, spjall og spurningar

Sækja um

 • Námsyfirlit

  Áfangaskipt (modular) atvinnuflugmannsnám er samsetning af tilskyldum og nauðsynlegum áföngum.

  Helsti kosturinn við áfangaskipta námsbraut er að það er meiri sveigjanleiki í námstíma og hentar því umsækjendum með fjölskyldur eða aðrar skuldbindingar sem þarf að sinna sem getur haft áhrif á nemandann.

  Áfangarnir sem nemandinn verður að ljúka til þess að geta byrjað að sækja um hjá flugfélögum:

  Að auki þarf umsækjandi að mæta ströngum tíma- og reynslukröfum á námsleiðinni.

  • Tíma- og reynslusöfnun

   Þótt tímasöfnunin sé ekki eiginlegur áfangi er hún engu að síður nauðsynlegur liður í áfangaskiptu atvinnuflugnámi en hverjum áfanga eru settar lágmarkskröfur um reynslu við upphaf og endi. Nemandinn getur sótt sér þessa reynslu hvar sem er í heiminum en gæta þarf þó að því að þeir séu rétt skráðir og eftir viðeigandi forsendum.

   Flugmaður í áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi þarf í heildina um 80 flugtíma umfram lágmarkskennslu eftir einkaflugmannsnám til að mæta inntökuskilyrðum og lágmarkskröfum til útgáfu CPL/ME/IR skírteinis og áritana. Þannig er flugmaður með um 130 tíma við upphaf verklegs atvinnuflugmannsnáms. Þegar tímarnir eru flognir skal hafa eftirfarandi í huga:

   • Að lágmarki 50 flugtímar skulu vera í landflugi (cross-country) sem flugstjóri til að mæta inntökuskilyrðum í blindflugsáritun.
   • Að lágmarki 70 flugtímar skulu vera flognir sem flugstjóri til að mæta inntökuskilyrðum í fjölhreyfla áritun en 100 fyrir útgáfu skírteinis.
   • Að lágmarki 150 tímum skal vera lokið til að mæta inntökuskilyrðum í CPL verklegt nám.
   • Að lágmarki 200 tímum skal vera lokið fyrir útgáfu CPL/ME/IR.
   • Að lágmarki 100 flugtímar sem flugstjóri fyrir útgáfu CPL skírteinis.
 • Inntökuskilyrði

  Fyrir fullt áfangaskipt atvinnuflugmannsnám skal umsækjandi:

  • Vera handhafi einkaflugmannsskírteinis (PPL - Private Pilot License)
   Athugið að einkaflugmannsskírteinis er ekki krafist í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi
  • Vera handhafi fyrsta flokks heilbrigðisskírteinis (1st class medical certificate)
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hreint sakarvottorð
   Við upphaf náms er aðgangsheimild inná Keflavíkurflugvöll háð bakgrunnsskoðun.
   Við umsókn skírteinis við lok náms krefst Samöngustofa einnig sakarvottorðs eða bakgrunnsskoðunar.
  • Staðist inntökupróf flugakademíunnar í stærðfræði og ensku.
   • Inntökupróf í stærðfræði: Almenn algebra (fullstytting brota, þáttun, lausn jafna o.s.frv.) · Rúmfræði · Hornaföll · Talnalínan (Náttúrulegar tölur, Ræðar tölur, Rauntölur) · Einföld diffrun og heildun · Rætur og veldi · Logaritmar · Jöfnuhneppi · Mengjafræði · Hlutfallsreikningur (prósentur) · Einfaldur líkindareikningur
   • Inntökupróf í ensku: Góður skilningur á ritmáli og leikni í að koma frá sér stuttum ritgerðum á ensku. Málfræði eða góð stafsetning er ekki skilyrði.

  Frekari inntökuskilyrði gilda fyrir hvern áfanga fyrir sig og bætast þá helst við kröfur um að hafa staðist vissa áfanga eða náð ákveðinni reynslu. Hægt er að lesa nánar um það fyrir hvern áfanga fyrir sig hér að neðan.

 • Umsókn, verð og næstu námskeið

  Verð

  Áfangaskipt atvinnuflugnám er samsett mörgum áföngum. Allir áfangar innihalda nauðsynlega kennslu með kennara ásamt kennslugögn. Tímasöfnun er ekki innifalin.

  • Bóklegt atvinnuflugnám (ATPL Theory)
  € 8.490
  • Verklegt atvinnuflugnám (CPL/ME/IR)
   • Blindflug (Instrument Rating)
    40 tímar á DA40
    15 tímar á DA42
   • Fjölhreyflaáritun (MEP)
    6 tímar á DA42
   • Verkleg atvinnuflugþjálfun (CPL)
    10 tímar á DA40
    5 tímar á DA42
   • Færnipróf CPL/ME/IR
    3 tímar á DA42
  € 30.620
  • Áhafnasamstarf á þotu (MCC og JOC)
   20 tímar á B757 hreyfanlegum flughermi
  € 5.690
    € 44.800

  Verðin og samningar eru í evrum og miðast greiðslur við gengi þess dags sem greitt er. Íslenskar krónur sýndar hér að ofan eru til viðmiðunar € 1.

  Næstu námskeið

  • Janúar 2019
  • Maí 2019
  • Ágúst 2019

  Hér má sjá uppfærðan lista yfir öll næstu námskeið Flugakademíunnar.

  Sækja um

 • Fjármögnun

  Lánastofnun íslenskra námsmanna

  Áfangaskipt atvinnuflugmannsnám er lánshæft hjá LÍN fyrir hluta af námi og er hægt að sækja um bæði framfærslulán og skólagjaldalán sem dugar fyrir hluta námsgjalda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu LÍN.

  Athugið að samtvinnað atvinnuflugmannsnám býr að fleirri fjármögnunarleiðum sem henta nemendum með eða án einkaflugmannsskírteinis.