Að verða atvinnuflugmaður

Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að stjórna farþegaflugvélum hvar sem er í heiminum. Keilir kennir samkvæmt EASA Part-FCL stöðlum, samþykkt af Samgöngustofu. Námið tekur mið af námsskrá sem er gefin út af EASA samkvæmt samevrópskri útgáfu flugskírteina.

Þeir sem ljúka atvinnuflugmannsnámi hjá Keili öðlast öll þau réttindi sem flugfélög krefjast við ráðningu flugmanna á nútíma farþegaþotur. 

Hægt er að velja tvær leiðir að atvinnuflugnáminu; áfangaskipt atvinnuflugnám eða samtvinnað atvinnuflugnám. Báðar leiðir gefa sambærileg réttindi við lok náms en ýmsar viðbætur, áherslur og lengd náms skilja leiðirnar að. Að auki eru stakir áfangar í boði undir áfangaskiptu atvinnuflugnámi, umbreytingar ICAO og FAA skírteina ásamt endurnýjun og síþjálfun.

Umsækjendum gefst kostur á að skrá sig á svokallaðar Atvinnuleiðir (Career Paths) sem veitir viðkomandi aukna möguleika á starfi strax að loknu námi. Hægt er að skrá sig á atvinnuleiðir áður en nám er hafið og geta verið fleiri fjármögnunarleiðir í boði fyrir umsækjendur.

Samtvinnað atvinnuflugmannsnám

  • Hentar umsækjendum með enga reynslu
  • Hentar umsækjendum með einkaflugmannsskírteini

Atvinnuvegir (Career Paths) 

Umbreyting skírteina

  • Fyrir flugmenn með réttindi utan EASA (ICAO skírteini og áritanir)

Endurnýjun réttinda

 Hér má einnig finna frekari upplýsingar: