Námsframboð Flugakademíunnar

Hjá Flugakademíu Keilis er boðið upp á metnaðarfullt flugnám auk fjölda flugtengdra námsgreina sem er opin íslenskum jafnt sem erlendum nemendum. Hér má sjá samþykkt námskeið Flugakademíu Keilis.

Einkaflugmannsnám

Nám í einkaflugi er fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að fljúga einshreyfils flugvél innan Evrópu (EASA). Handhafar einkaflugmannsskírteina hafa kost á áframhaldandi atvinnuflugmannsnámi, hvort sem er samtvinnað eða áfangaskipt.
 

Atvinnuflugmannsnám

Nám í atvinnuflugi er spennandi nám fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til að starfa sem flugmaður hjá flugfélagi eða flugrekanda hvar sem er í heiminum.

Flugkennaraáritun

Flugakademía Keilis býður upp á nám fyrir kennsluréttindi flugmanna ásamt upprifjunum og áritunum.
  • Flugkennararéttindi (FI)
  • Blindflugskennararéttindi
  • Flokkskennararéttindi
  • Upprifjunarnámsskeið og endurnýjanir

Flugvirkjanám

Air Service Training Ltd. (AST) í samstarfi við Keili bjóða uppá nám í flugvirkjun sem hefst næst í ágúst 2016. Um er að ræða samstarfsverkefni AST og Keilis þar sem AST mun setja upp útibú frá skóla sínum í Perth í Skotlandi hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ.