Útskrift atvinnuflugnema Flugakademíu Keilis

Flugakademía Keilis útskrifaði fjórtán atvinnuflugnema við hátíðlega athöfn í Andrews Theater á Ásbrú þann 8. júní síðastliðinn og hafa þá 42 atvinnuflugmaður útskrifast úr skólanum það sem af er ársins. Mikil aukning hefur verið í flugtengt nám í Keili á undanförnum árum og hefur verið fullmannað í atvinnuflugnám undanfarin misseri. Samtals hafa 217 einstaklingar lokið atvinnuflugmannsnámi frá upphafi. Til að mæta auknum áhuga á námiu hefur Flugakademían bætt við fjórum fullkomnum flugvélum á árinu og einum nýjum flughermi, en skólinn ræður nú yfir einum fullkomnasta og nýstárlegasta flota kennsluvéla í Norður Evrópu.
 
Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíunnar, flutti ávarp. Dúx var Hjörtur Ólafsson með 9,54 í meðaleinkunn og fékk hann gjafabréf frá WOWair og bók frá Icelandair. Ræðu útskriftarnema flutti Telma Rut Frímannsdóttir. 
 
Myndir frá útskrift Keilis 8. júní 2018 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)