Nýnemadagur nemenda í flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis

Kynningardagur fyrir nýnema í flugvirkjanámi Flugakademíu Keilis verður haldinn föstudaginn 10. ágúst næstkomandi. Nemendur mæta í aðalbyggingu Keilis að Grænásbraut 910 á Ásbrú í Reykjanesbæ kl. 09:00. Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá mánudaginn 13. ágúst kl. 09:00.

Dagskrá kynningardagsins

 • kl. 09:00 - Móttaka nemenda (bæði nýnema og eldri)
 • kl. 09:10 - Kynning á kennslukerfinu Moodle
 • kl. 09:30 - Kynning á rafrænu bókasafni Keilis
 • kl. 09:50 - Sagt frá breytingunum á verklegri aðstöðu í Funatröð
 • kl. 10:00 - Remedial dagar kynntir
 • kl. 10:15 - Kaffipása og eldri nemendur fara heim

Sérstök dagskrá fyrir nýnema í flugvirkjanámi Keilis

 • kl. 10:30 - Kynning frá framkvæmdastjóra Keilis og námsráðgjöfum
 • kl. 10:45 - Kynning á tölvuþjónustu Keilis 
 • kl. 11:00 - Kynning á Flugvirkjanámi Keilis og AST Air Service Training í Skotlandi
 • kl. 11:30 - SRS kynning  
 • kl. 12:00 - Matur
 • kl. 13:00 - Afgreiðsla og útfylling eyðublaða
 • kl. 13:30 - Afhending spjaldtölva 

Við viljum biðja nýnema um að hafa vegabréfið sín með á kynningardaginn og skilja þau eftir hjá starfsfólki Keilis í afgreiðslunni þar sem það þarf að eiga þau til rafrænt á skrá hjá okkur.

Nánari upplýsingar á heimasíðu námsins.