Nemendur frá Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis

Þessa dagana eru tveir flugnemendur frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð í starfsnámi hjá Flugakademíu Keilis. Sem liður í flugnáminu þeirra, þurfa Anna Palmqvist og Viktor Varhelyi að sækja tveggja vikna starfsnám hjá flugskóla í eða utan Svíþjóðar og ákváðu þau að sækja um að taka þessar vikur hjá Keili. 
 
Okkur lék forvitni á að vita hvað fékk þau til að koma til Íslands í starsfnámið og voru þau sammála um að Ísland væri áhugaverður staður að læra flugnám, enda landið mjög frábrugðið flatneskjunni á Skáni í Suður-Svíþjóð. Þau sögðu enn fremur að aðstaðan hjá Keili væri frábær og þá kom þeim á óvart hversu margir nemendur stunda nám í Flugakademíunni, en um 150 flugnemar eru í Keili haustið 2018 miðað við tuttugu flugnema í skólanum þeirra. 
 
Á meðan Anna og Viktor eru hjá Keili munu þau leggja sérstaka áherslu á að skoða starfsemi og uppbyggingu alþjóðlegs námsumhverfis Flugakademíunnar. Við vonum að þau njóti tímans á Íslandi og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.