Fullbókað í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

Mikil ásókn er í flugnám hjá Keili og er nú fullbókað í bæði áfangaskipt (ATPL) og samtvinnað atvinnuflugmannsnám (Integrated Professional Pilot Program) Flugakademíunnar sem hefst í janúar 2018.
 

Næstu námskeið í samtvinnuðu atvinnuflugmannsnámi hefjast í maí á næsta ári, en við hvetjum áhugasama um að sækja um sem fyrst þar sem mikill áhugi er fyrir náminu. Nánari uppýsingar um næstu námskeið Flugakademíu Keilis má nálgast hér.