Samtals hafa 175 einstaklingar lokið atvinnuflugmannsnámi frá upphafi og hefur verið aukin ásókn í atvinnuflugnám við Keili á undanförnum árum. Það sem af er ársins hafa þrír atvinnuflugmannsbekkir farið af stað við skólann og hefst fjórði bekkurinn í ágúst. Það er því ljóst að aldrei munu fleiri hafa stundað atvinnuflugmannsnám við Keili en á þessu ári. Þá hefur Flugakademían á undanförnum misserum bætt við flugvélakostinn og hefur nú yfir að ráða tíu fullkomnar kennsluvélar frá Diamond flugvélaframleiðandanum, þær fullkomnustu og nýstárlegustu á landinu. Að auki hefur skólinn yfir að ráða fullkominn hreyfanlegan flughermi frá Redbird og er von á öðrum flughermi í haust.
Myndir frá útskrift Keilis 9. júní 2017 (ljósmyndari: Oddgeir Karlsson)