Kynntu þér flugnám í Keili á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli

Flugakademía Keilis verður á einni stærstu flugsýningu síðustu ára á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 3. júní í tilefni að 80 ára afmæli Flugmálafélags Íslands. Sýningin fer fram kl. 12 - 15 og er opin öllum.

Að þessu sinni mun F18 herþota taka þátt í sýningunni ásamt farþegaþotu, flugvélum, fornvélum, þyrlum, svifflugum, fisflugvélum, stærstu drónum landsins, þyrilvængjum, fallhlífarstökkvurum og svo mætti áfram telja. 

Tvær kennsluvélar Flugakademíu Keilis verða á sýningarsvæðinu, Diamond DA20 og DA40. sem eru meðal þeirra fullkomnustu sem notaðar eru til kennslu á landinu. Þá svara kennarar spurningum gesta um flugnám og flugvirkjanám á vegum Flugakademíunnar.

Alls koma um 30 loftför og flugmenn að sýningunni og verður sýningin með glæsilegsta móti þar sem um stórafmæli er að ræða bæði hjá Flugmálafélaginu og Icelandair sem einnig fagnar 80 ára afmæli.


Tengt efni