Framhaldsskólar kynna námsframboð í Laugardalshöll

Keilir verður með kynningarbás á Framhaldsskólakynningunni í Laugardalshöll 16. - 18. mars 2017. Kynnt verður atvinnuflugmannsnám og flugvirkjanám á vegum Flugakademíu Keilis.

Framhaldsskólakynningin og Íslandsmót iðnnema

Alls munu 26 framhaldsskólar munu kynna námsframboð og 27 iðngreinar taka þátt í Íslandsmóti iðnnema sem fer fram sama dag. Flestar iðngreinar taka þátt í keppninni sem gefur sigurvegaranum rétt á þáttttöku í EuroSkills að ári en nokkrar iðngreinar eru með sýningu á sínu fagi.
Það verður mikið líf og fjör í Höllinni þessa þrjá daga þar sem um

Búist er við um 7000 grunnskólanemendum alls staðar af landinu fyrstu tvo dagana, en á laugardeginum 18. mars verður Fjölskyldudagur kl. 10 - 14. Þá er frítt inn fyrir almenning og eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar til að koma og kynna sér fjölbreytileika iðn- og verkgreina og fjölbreytt námsframboð. Í boði verður að prófa og fikta, smakka og upplifa. Fleira áhugavert verður í boði sem verður betur kynnt síðar.


Tengt efni