Lokað fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám

Vegna mikillar aðsóknar í samtvinnað atvinnuflugmannsnám er lokað fyrir umsóknir í einkaflugmannsnám Flugakademíu Keilis um óákveðin tíma. 

Næstu námskeið í atvinnuflugmannsnámi hefjast í maí og ágúst og er að verða fullmannað í samtvinnað nám, auk þess sem bekkir í áfangaskiptu atvinnuflugmannsnámi á árinu eru að fyllast.

Aðeins er tekið við 28 nýnemum hverju sinni og eru umsóknir metnar um leið og þær berast. Við hvetjum því áhugasama um að sækja um sem fyrst þar sem mikill áhugi er fyrir náminu.

Nánari uppýsingar um næstu námskeið Flugakademíu Keilis má nálgast hér.

 

Tengt efni