Umsókn - Næstu Skref

Þú hefur nú hafið umsóknarferlið og við munum innan skams senda þér inntökupróf og heyra í þér símleiðis eða í gegnum tölvupóst ef þú varst með einhverjar fyrirspurnir að svo stöddu. Að inntökuprófunum loknum skaltu koma aftur á þessa síðu en hér að neðan eru ítarlegar leiðbeiningar sem hjálpa þér að ljúka næstu skrefum.

2. Skref - Umsókn í "INNA" umsóknarkerfi

Nauðsynlegt er að skrá umsóknina í Innu, rafrænt upplýsingakerfi skóla og menntamálaráðuneytisins.

Rafræn umsóknarsíða Innu (opnast í nýjum glugga)

Á umsóknarsíðunni skal velja "Samtvinnað atvinnuflugmannsnám | dags. náms" og umsókn fyllt út á næstu síðum eins ítarlega og hægt er. Eftirfarandi gögn skal hengja við umsókn í Innu (smelltu hér, opnast í nýjum glugga)

  • Persónulegt bréf þar sem meðal annars koma fram ástæður þess að sótt er um námið á ensku eða íslensku
  • Ferilskrá (CV) á ensku eða íslensku
  • Passamynd
  • Staðfest afrit af námsferli ef annar en íslenskur *
  • Afrit af staðfestingu inntökuprófa **
  • Afrit af vegabréfi eða persónuskilríkjum svo sem ökuskírteini
  • Afrit af fyrsta flokks heilbrigðisskírteini ***

Fyrir handhafa einkaflugmannsskírteinis:

  • Afrit af áhafnaskírteini og áritunum
  • Afrit af síðustu þrem síðum úr flugdagbók

* Gögn um skólavist íslenskra skóla eru okkur almennt aðgengileg í gegnum Innu
** Rafræn staðfesting berst að inntökuprófum loknum
*** Hægt er að ljúka umsókn án þess að senda inn heilbrigðisskírteinið en við mælum þó sterklega með að þú ljúkir þessu skrefi áður en þú skrifar undir samninginn.

Umsóknum sem vantar fylgiskjöl eða eru ill-læsileg verður hafnað og þarf þá senda inn nýja umsókn þegar öll gögn eru klár.
 

3. Skref - Samningur

A. Samningur útbúinn og undirritaður

Ef allt lítur vel út og öllum gögnum komið til skila munum við fljótlega hafa samband símleiðis eða gegnum tölvupóst og sendum þér svo samning með greiðsluáætlun og námsyfirliti.

Athugið að bæði nemandi og skóli staðfesta umsóknina með undirritun samnings. Samningur er venjulega útbúinn þegar allar upplýsingar og fylgiskjöl hafa verið send inn og býðst þér þá að skrifa undir rafrænt (senda okkur ljósritað eintak í tölvupósti) eða koma við hjá okkur í höfuðstöðvum Keilis til að skrifa undir.

Samningurinn tekur fyrst gildi þegar Keilir hefur skrifað undir á móti en ef undirritað eintak berst seint til skólans getur sú staða komin upp að fullt sé í nám enda er umsókn ekki lokið fyrr en undirritað eintak berst.

Umsækjanda er bent á að kynna sér samninginn ítarlega og spyrja eftir þörfum áður en skrifað er undir en atvinnuflugnám er stór fjárfesting og í því felast líka miklar skuldbindingar.

B. Staðfestingargreiðsla

Samningur inniheldur bæði náms- og greiðsluáætlun en fyrstu greiðslu samnings skal inna af hendi tvem vikum eftir að samningur hefur verið undirritaður. Með þessu skrefi er umsókn að fullu staðfest og sæti frátekið. Ef ekki er gengið frá greiðslu fyrir/á eindaga áskilar Keilir sér rétt til að ráðstafa sætinu á annan umsækjanda.
 

Atvinnuvegir - Career Paths

Samtvinnað Atvinnuflugmannsnám tengir við atvinnulífið með mismunandi atvinnuvegum. Athugið að möguleikar koma til með að breytast eftir markaðsaðstæðum.

Kynntu þér þá atvinnuvegi sem í boði eru og skráðu þig á þá eða þær leiðir sem hentar þér. Síðustu mánuðir námsins eru þá mótaðir eftir þörfum til að mæta kröfum þess atvinnuvegs sem þú valdir þér og lýkur þá námi með öruggari möguleika á vinnu strax að námi loknu.

Hvað gerist næst?

Takk fyrir að gefa þér tíma til þess að fylla út umsóknina af gaumgæfni. Við kappkostum við að svara öllum umsóknum innan tveggja vikna eða fyrr en ef þú heyrir ekkert í okkur af einhverri ástæðu bjóðum við þér að hringja eða senda okkur póst til að athuga stöðuna.

Hafa samband

Þú getur líka alltaf skoðað umsóknarsíðuna aftur/betur síðar til leiðbeininga en ef það vakna einhverjar spurningar hvetjum við þig til að heyra í okkur. 

Flugakademía Keilis
sími: 578 4040
flugakademia@keilir.net
Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbær